Violence
Bad Language
Fear
Sex
Drugs
Discrimination
Gambling
Online
Íslenska
Íslenska
Velja tungumál
Fljótleg leit
WARNING

The search page of the PEGI website is reserved for parents and adult purchasers of interactive software.

The sole purpose of this page is to provide them with information on the content and age suitability of a specific game.

It is not intended for minors and must not be used for any other purpose.
I understand this warning and wish to proceed.
I am under the age of 18 and wish to return to the Home page.
FAQ
Hefur þú spurningar um aldursflokkun? Við getum svarað. Lesa meira...
Um PEGI?
Ráð og nefndir
Framkvæmdastjórn PEGI
Þótt óháðu aðilarnir NICAM og VSC úthluti PEGI-aldursflokkum er PEGI sjálftstætt kerfi. Kjarni þess er ný framkvæmdastjórn PEGI. Framkvæmdastjórinn er ábyrgur fyrir daglegri starfsemi PEGI í samræmi við fyrirmæli framkvæmdastjórnar þess. Í stjórninni sitja fulltrúar notenda PEGI (útgefendur leikja), gáttareigendur PEGI (framleiðendur leikjagátta) og kynningaraðilar PEGI (verslunarráð í hverju landi) ásamt fulltrúum úr PEGI-ráðinu og sérfræðingahópi PEGI. Samsetning stjórnarinnar tryggir að hún hafi góða yfirsýn án þess að draga úr sjálfstæði PEGI.
Members [35 KB]
Minutes 5.11.09 [118 KB]
PEGI-ráðið
Ráðið er ábyrgt fyrir tillögum þannig að í PEGI-kerfinu sé upplýst um þróun í hverju landi fyrir sig sem og í allri Evrópu og að siðareglur þess endurspegli hana. Ráðið ljáir þeim löndum sem nota PEGI rödd sína. Það skiptir jafn miklu að yfirvöld í PEGI-löndum séu vakandi og taki þátt í starfsemi PEGI. Ráðið tryggir þetta upplýsingaflæði í báðar áttir. Fulltrúar eru skipaðir í ráðið til tveggja ára. Þeir eru fyrst og fremst ráðnir af yfirvöldum í PEGI-löndunum og starfa sem sálfræðingar, fjölmiðlunarsérfræðingar, opinberir starfsmenn og lagalegir ráðgjafar sem reynslu hafa af verndun ungmenna í Evrópu.
Members [36 KB]
Minutes 5.11.09 [106 KB]
SérfræðingahópurPEGI
Þar sem áhersla ráðsins er á að öll löndin eigi sér fulltrúa var talið mikilvægt að glata ekki neti tæknisérfræðinga sem hafa reynst mikilvægir ráðgjafar PEGI í gegnum tíðina. Á tímabilinu 2009-10 verður sérfræðingahópurinn styrktur með því að fá til liðs sérfræðinga og háskólafólk á sviði fjölmiðlunar, sálfræði, flokkunar, laga, tækni, netleikja og svo framvegis. Þeir munu áfram vera PEGI til ráðgjafar með því að fylgjast með þróun á sviði tækninnar og innihalds eins og lagt hefur verið til af PEGI-ráðinu, framkvæmdastjórn PEGI eða í samræmi við atriði sem fram koma í kvartanaferlinu.
Members [27 KB]
Minutes 5.11.09 [341 KB]
Kvörtunarnefnd
Kvörtunarnefndin er skipuð sjálfstæðum sérfræðingum um verndun ungmenna sem valdir eru frá mismunandi Evrópulöndum. Ef kvörtum frá neytanda eða útgefanda berst varðandi flokkun sem leikur hefur fengið og ekki er unnt að ná samkomulagi með því að ræða málið, skýra það eða semja við umsjónaraðila PEGI, getur kvörtunaraðilinn beðið kvörtunarnefndina formlega um íhlutun. Þá hittast þrír nefndarfulltrúar til að heyra kvörtunina og ákveða úrskurð. Útgefendur sem nota PEGI-kerfið eru bundnir ákvörðun kvörtunarnefndarinnar. Af því leiðir að þeim ber skylda til að gera það sem þarf til leiðréttingar, en fari þeir ekki að því, liggur við því refsing eins og kveðið er á um í reglunum.
Members [29 KB]
Nefnd um viðmið
Nefndin um viðmið er undirnefnd sérfræðinganefndar PEGI. Vinnur hún að aðlögun og breytingum PEGI-spurningalistans og þeirra viðmiða sem að baki hans liggja til að taka mið af tæknilegri þróun og þróun efnisins og tilmælum frá ráðinu, sérfræðinganefndinni eða í samræmi við atriði sem fram koma í kvartanaferlinu.
Laganefnd
Þar sem PEGI er kerfi sem valfrjálst er að gerast aðili að, virkar það saman með og er háð gildandi landslögum hvort sem þau banna tiltekið efni eða setja flokkunarkerfi sem skylt er að fara eftir. Hlutverk laganefndarinnar er að vera ISFE til ráðgjafar um breytingar á landslögum í aðildarlöndunum sem gætu haft áhrif á valfrjálsa aldursflokkunarkerfið.
Nefnd um framfylgni
Nefndin um framfylgni er ábyrg fyrir því að tryggja framfylgd siðareglna PEGI, þar með talið niðurstaðna kvörtunarnefndarinnar. Í nefndinni um framfylgd sitja tíu fulltrúar, fimm eru útgefendur og fimm eru valdir af ráðinu.

Enforcement Committee Rulings 2011:
FRÉTTIR
RSS-Feed
2015-03-17
PEGI RATINGS EXPAND TO MOBILE VIA NEW GLOBAL RATING SYSTEM
The IARC process, created by a global coalition of game classification authorities is now
adopted by Google Play and Firefox Marketplace, bringing PEGI ratings to a large body
of apps and games in Europe. For more information: www.globalratings.com Meira...
2014-04-15
PEGI Annual Report 2013
PEGI has published the 2013 annual report. Meira...