Violence
Bad Language
Fear
Sex
Drugs
Discrimination
Gambling
Online
Íslenska
Íslenska
Velja tungumál
Fljótleg leit
WARNING

The search page of the PEGI website is reserved for parents and adult purchasers of interactive software.

The sole purpose of this page is to provide them with information on the content and age suitability of a specific game.

It is not intended for minors and must not be used for any other purpose.
I understand this warning and wish to proceed.
I am under the age of 18 and wish to return to the Home page.
Leit að flokkun leiks
Viljir þú vita hvaða flokkun gildir um tiltekinn leik, er auðvelt að finna þær upplýsingar í gagnagrunni PEGI. Lesa meira...
FAQ
Algengar spurningar
Hvað er PEGI og hvers vegna var það búið til?
PEGI-kerfið veitir foreldrum og umönnunaraðilum greinargóðar leiðbeiningar um hæfi tölvuleikja miðað við aldur með aldursmerkingum og efnisvísum á umbúðum tölvuleikja. PEGI (Pan-European Game Information) var búið til í því skyni að eitt kerfi fyrir alla Evrópu kæmi í stað aldursflokkunarkerfa í hverju landi fyrir sig sem fyrir voru.
Hvernig eru leikirnir flokkaðir?
PEGI styðst við samþættingu matseyðublaða á netinu og skoðun leikja til að ákvarða viðeigandi PEGI-flokkun hvers leiks. Fyrst fyllir útgefandi leiksins út yfirlýsingu á eyðublaði á netinu og sendir það til umsjónaraðila kerfisins. Útfyllt eyðublaðið er skoðað og notað til grundvallar skoðunar á efni leiksins. Yfirlýsingin um efni er einn styrkleiki PEGI-kerfisins þar sem aðeins þróunaraðili/útgefandi leiks hefur fullkomna yfirsýn yfir efni leiksins. Yfirlitið gerir umsjónaraðila kleift að einbeita sér að þáttum eða atriðum leiksins sem eru líklegastir til að hafa áhrif á flokkun hans. Þetta er skilvirkara og áreiðanlegra en að umsjónaraðilar reyni að leika allan leikinn (að því tilskildu að það sé hægt) og að það sé eini grundvöllurinn fyrir flokkuninni.
Á hvaða viðmiðum byggir flokkunin?
PEGI-flokkunarkerfið var þróað og byggt á flokkunarkerfum sem til voru í Evrópu og nýtur stuðnings meirihluta stofnana aðildarríkjanna sem málið varðar. Fjöldi ólíkra háskólamanna, neytenda og annarra hagsmunaaðila tók þátt í undirbúningi matseyðublaðsins og mótun kerfisins til að koma til móts við ólíkar menningarlegar hefðir og viðhorf í aðildarríkjunum.
Nær flokkunin einnig til erfiðleikastigs og gæða?
Nei, flokkunin tekur ekki til erfiðleikastigs eða hæfni sem krafist er til að spila leikinn. PEGI veitir aðeins upplýsingar um hæfi leiks með tilliti til verndar ungmenna. Leikur sem flokkaður er 3 getur verið of erfiður fyrir barn. Því mælum við ávallt með því að lesa upplýsingarnar um efni leiksins sem er að finna á umbúðunum til að meta erfiðleikastig hans.
Hvar finn ég upplýsingar um efni leiks?
Lýsingar á efni leikja er að finna á umbúðum þeirra. Einnig eru til sérhæfð tímarit og vefsíður um tölvuleiki sem í er að finna dæmi, álit, flokkun og fréttir um nýjustu tölvuleikina. www.gamespot.com er aðeins eitt dæmi þar um.
Hver fer yfir flokkunina?
Stofnunin The Netherlands Institute for the Classification of Audio-visual Media (NICAM) og Video Standards Council (VSC) hafa umsjón með PEGI-kerfinu. NICAM er reynd og virt stofnun og hefur margra ára reynslu í flokkun myndefnis og hefur verið til ráðgjafar við þróun PEGI-kerfisins.

NICAM skoðar 3 and 7 leiki en VSC skoðar leiki í flokkunum 12, 16 og 18. Neytendur sem eru ósammála flokkun geta haft samband við umsjónaraðila og lagt fram kvörtun.
Eru allir tölvuleikir með PEGI-flokkun?
Þótt PEGI sé sjálfstætt kerfi, fá allir leikir fyrir Microsoft, Nintendo og Sony leikjatölvur PEGI-flokkun svo og allir leikir fyrir einmenningstölvur frá helstu útgefendum í Evrópu og Bandaríkjunum. Söluaðilar tölvuleikja gera yfirleitt kröfu um að vörur sem þeir selja séu PEGI-merktar og því er það afar óvenjulegt að finna leik til sölu sem ekki er PEGI-merktur.
Þurfa söluaðilar að taka tilliti til flokkunarinnar?
PEGI-flokkunarkerfið er valfrjálst. Aðeins í fáum löndum er það stutt lögum. Í öðrum löndum líta næstum allir söluaðilar tölvuleikja svo á að PEGI-flokkun sé nánast skylda og hluti af stefnu fyrirtækisins. Við hvetjum almenning til að láta verslunarstjóra ávallt vita ef vart verður við að starfsfólk klárlega hunsi aldursflokkunina.
Hvað get ég gert ef ég er ekki sammála aldursflokkun?
Þar sem PEGI er gert til þess að vera í sífelldri þróun, metum við mikils hvers kyns athugasemdir eða kvartanir þess sem þú kannt að hafa varðandi kerfið eða flokkunina.

Kvartanir útgefenda eða almennings sem berast varðandi flokkun og umsjónaraðili getur ekki leyst úr eru sendar óháðri kvörtunarnefnd til umfjöllunar. Í nefndinni sitja sérfræðingar í barnaverndarmálum og sálfræði og almennt fulltrúar breiðs hóps þjóðfélagsins. Ákvarðanir kvörtunarnefndarinnar varðandi aldursflokkun leiks eru endanlegar og óháð samsetning nefndarinnar tryggir sanngjarna og samræmda meðferð. Kvörtunum um flokkun er hægt að koma á framfæri á þessari vefsíðu.
Hafa leikirnir áhrif á börnin?
Rannsóknir á áhrifum tölvuleikja hafa aðallega beinst að ofbeldi. Fjöldi rannsókna hafa verið birtar en hingað til eru engar sannanir fyrir því að ofbeldisfullir tölvuleikjum leiði til aukinnar árásargirni eða ofbeldis til lengri tíma litið.
Heimildir:
- Jonathan L. Freedman , Evaluating the Research on Violent Video Games
- Guy Cumberbatch, Video Violence Villain or victim?
- Raymond Boyle and Matthew Hibberd, Review of Research on the Impact of Violent Computer Games on Young People.
Hversu lengi má barn vera í tölvuleikjum?
Þar sem börn eru ólík er engin föst regla til. Tölvuleikir sem slíkir fela ekki í sér neina hættu fyrir heilsu. Þeir eru tómstundagaman, eins og að lesa bækur eða horfa á sjónvarp. Þar sem þeir gera kröfu til sjónar leggjum við yfirleitt til þessar leiðbeiningar:
- Spilið ávallt í vel upplýstu herbergi
- Gerið hlé með reglulegu millibili
- Ekki spila leik klukkustundum saman, sama hversu spennandi hann er
- Haldið lágmarksfjarlægð frá skjánum
Hvað er PEGI Online?
PEGI Online er viðbót við PEGI-kerfið. Þegar fyrirtæki gerast aðilar að PEGI Online þurfa þau að undirrita siðferðisreglur en það staðfestir að þau fara með efnisatriði tölvuleikja sinna á netinu með ábyrgum hætti. Í staðinn fá þau leyfi til að nota skrásett PEGI Online merki sem „gæðastimpil“.
Hver er munurinn á aldursflokkunarkerfi PEGI og PEGI Online?
PEGI aldursflokkunarkerfið veitir leyfi til að nota tilteknar aldursflokkunarmerkingar og efnisvísa fyrir tiltekna vöru í tilteknum leikjabúnaði. Á hinn bóginn undirstrikar PEGI Online merkið ásetning í stefnu fyrirtækisins um að vernda ungmenni með tilliti til leikja á netinu. Það sýnir aðild að neti fyrirtækja sem standast kröfur öryggisreglna PEGI Online.
Hvers venga kemur PEGI Online merkið einnig fram á umbúðum tölvuleikja?
Notkun PEGI Online merkisins sem viðbótarefnisvísis aftan á umbúðunum er skylda ef tekið er fram í spurningalista PEGI fyrir aldursflokkun að leikurinn er tengdur við netið. Foreldrar og neytendur geta fundið nánari upplýsingar um nettengda leiki ásamt hættum sem þeim fylgja á www.pegionline.eu.
FRÉTTIR
RSS-Feed
2015-03-17
PEGI RATINGS EXPAND TO MOBILE VIA NEW GLOBAL RATING SYSTEM
The IARC process, created by a global coalition of game classification authorities is now
adopted by Google Play and Firefox Marketplace, bringing PEGI ratings to a large body
of apps and games in Europe. For more information: www.globalratings.com Meira...
2014-04-15
PEGI Annual Report 2013
PEGI has published the 2013 annual report. Meira...